Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:01 Stephen Curry klikkaði á lokaskoti leiksins og Golden State verður ekki með í átta liða úrslitunum. AP/Randall Benton Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum