Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:27 Fáir bátar voru eftir í Grindavíkurhöfn föstudaginn 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. „Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“ Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
„Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“
Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira