Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 19:21 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við raforkuskort hjá þjóð sem stefni að grænum orkuskiptum. Stöð 2/Einar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga. Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga.
Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20