Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 20:38 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér. Marel Kauphöllin Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér.
Marel Kauphöllin Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira