Of snemmt að ræða það að hleypa Grindvíkingum heim Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. nóvember 2023 21:50 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07
Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21