Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum víða um land, en lengst aft bjart og úrkomulaust sunnan- og vestanlands. Frost yfirleitt núll til fimm stig.
„Kólnar smám saman í veðri, en sums staðar frostlaust úti við sjávarsíðuna.
Hiti í morgunsárið er víða nærri frostmarki og því líkur á lúmskri hálku á víð og dreif. Ökumenn og gangandi vegfarendur eru því beðnir um að fara gætilega,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag (fullveldisdagurinn): Norðaustlæg átt, 5-13 m/s og él, hvassast austast, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag: Norðan og norðaustan 3-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.
Á sunnudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestantil og él á víð og dreif, en úrkomulítið eystra. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir norðlægar eða breytilegar áttir með éljum víða um land. Áfram kalt í veðri.