Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 11:26 Sofia var á 29. aldursári þegar hún lést í apríl síðastliðnum. Grunur leikur á um að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22
Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54