Finnst Arsenal líklegri en í fyrra en segir enn einn stóran póst vanta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 14:45 Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og félagar í Arsenal völtuðu yfir Lens á Emirates í gær. getty/Alex Pantling Aroni Jóhannssyni finnst Arsenal líklegri til að vinna titil á þessu tímabili en því síðasta. Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00