Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 16:46 Jimmy Carter var viðstaddur útför eiginkonu sinnar, Rosalynn. EPA-EFE/ALEX BRANDON Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira