Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 16:46 Jimmy Carter var viðstaddur útför eiginkonu sinnar, Rosalynn. EPA-EFE/ALEX BRANDON Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira