Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 22:05 Finnur Freyr var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum