Hent niður af svölunum af samnemanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 11:51 Um er að ræða þó nokkra metra sem barnið féll. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda. Vísir greindi frá því í síðustu viku að nemandi hefði fallið niður af svölum íþróttahússins. Nemandinn lenti á fótunum, féll að hluta til á dýnu og fótbrotnaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nemandanum hent niður af samnemanda. Sá er fimmtán ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið í rannsókn. Búið sé að ræða við töluverðan fjölda vitna en þeirri vinnu sé ekki lokið. Atvikið átti sér stað á afmælishátíð skólans og var því mikill fjöldi nemenda í íþróttahúsinu. Nemendur og kennarar þáðu margir áfallahjálp. Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið en staðfestir þó að nemandinn sem hafi ýtt samnemandanum sínum sé sakhæfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast foreldrar drengsins leggja fram kæru vegna málsins. Lögreglan vildi ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað. Áður hafði Vísir leitað viðbragða Jóhanns Skagfjörðs Magnússonar, skólastjóra Garðaskóla. Hann vildi ekki tjá sig um mál barnungra nemenda skólans. Í tölvupósti sem sendur var til foreldra kom fram að líðan barnsins sem hefði slasast væri eftir atvikum. Þá sagði þar að margir nemendur hafi orðið vitni að atburðinum. Skólayfirvöld myndu ekki upplýsa frekar um aðdraganda slyssins. Lögreglumál Garðabær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vísir greindi frá því í síðustu viku að nemandi hefði fallið niður af svölum íþróttahússins. Nemandinn lenti á fótunum, féll að hluta til á dýnu og fótbrotnaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nemandanum hent niður af samnemanda. Sá er fimmtán ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið í rannsókn. Búið sé að ræða við töluverðan fjölda vitna en þeirri vinnu sé ekki lokið. Atvikið átti sér stað á afmælishátíð skólans og var því mikill fjöldi nemenda í íþróttahúsinu. Nemendur og kennarar þáðu margir áfallahjálp. Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið en staðfestir þó að nemandinn sem hafi ýtt samnemandanum sínum sé sakhæfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast foreldrar drengsins leggja fram kæru vegna málsins. Lögreglan vildi ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað. Áður hafði Vísir leitað viðbragða Jóhanns Skagfjörðs Magnússonar, skólastjóra Garðaskóla. Hann vildi ekki tjá sig um mál barnungra nemenda skólans. Í tölvupósti sem sendur var til foreldra kom fram að líðan barnsins sem hefði slasast væri eftir atvikum. Þá sagði þar að margir nemendur hafi orðið vitni að atburðinum. Skólayfirvöld myndu ekki upplýsa frekar um aðdraganda slyssins.
Lögreglumál Garðabær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira