Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:35 Nýbygging Alþingis verður hin glæsilegasta þegar hún er tilbúin. Vísir/Vilhelm Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51