Umfjöllun: Ísland - Frakkland 22-31 | Ólympíumeistararnir of stór biti Árni Gísli Magnússon skrifar 2. desember 2023 18:55 Hart barist út um allan völl. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Ísland mætti Ólympíumeisturum Frakka í öðrum leik sínum á HM í handbolta í Stafangri í Noregi og biðu lægri hlut gegn feiknasterku liði þeirra. Lokatölur 22-31 í leik sem Frakkland hafði alltaf yfirhöndina. Ísland mætir Angóla á mánudaginn kemur í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fer áfram í milliriðil. Liðið sem tapar fer í forsetabikarinn. Frakkland setti tóninn strax í upphafi með því að skora fyrstu sjö mörk leiksins gegn ráðalausu íslensku liði. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á níundu mínútu og eftir það gekk sóknarleikur liðsins betur. Úr leik dagsins.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Frakkar gáfu ekkert eftir og keyrðu hvað eftir annað í bakið á íslensku stelpunum sem voru að tapa of mörgum boltum gegn sterkri vörn Ólympíumeistaranna. Mörkunum rigndi inn eftir hraðaupphlaup og hraða miðju og fáar uppstilltar sóknir Frakka litu dagsins ljós. Þegar 8 mínútur lifðu hálfleiksins var staðan 6-15 Frökkum í vil en Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók þá leikhlé og setti sjöunda leikmanninn inn í sóknina. Það skilaði opnari færum en Frakkar fengu á móti auðveld mörk í autt markið. Staðan 10-20 fyrir Frakklandi í hálfleik. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Rósa Þorsteinsdóttir í marki Íslands kom í veg fyrir að Frakkar leiddu ekki með fleiri mörkum en hún varði 7 bolta í fyrri hálfleik sem oftar en ekki voru dauðafæri. Seinni hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu og virtust leikmenn óhræddari við að taka af skarið í sóknarleiknum auk þess sem töpuðum boltum fækkaði en þeir voru alltof margir í fyrri hálfleik. Ísland minnkaði muninn mest í 8 mörk eftir 4-0 kafla þegar stundarfjórðungur var eftir. Franska liðið hrökk þó aftur í gang og lokatölur urðu 22-31 Frakklandi í vil sem er komið áfram í milliriðil. Ísland spilar úrslitaleik við Angóla um hvort liðið heldur áfram í milliriðil. Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór algjörum hamförum í markinu og varði 4 vítaköst í röð frá fjórum mismunandi leikmönnum Frakka. Hún endaði með 14 varða bolta sem gerir 31 prósent markvörslu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti einkar góðan leik í markinu.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Þess má geta að meirihluti þessara skota var úr góðum færum. Sandra Erlingsdóttir var markahæst íslenska liðsins með sjö mörk, þar af fimm úr vítum. Mörk Frakka skiptist vel innan hópsins en Orlane Kanor og Sarah Bouktit, sem var illviðráðanleg inn á línunni, enduðu markahæsta með fimm mörk hvor. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Ísland mætti Ólympíumeisturum Frakka í öðrum leik sínum á HM í handbolta í Stafangri í Noregi og biðu lægri hlut gegn feiknasterku liði þeirra. Lokatölur 22-31 í leik sem Frakkland hafði alltaf yfirhöndina. Ísland mætir Angóla á mánudaginn kemur í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fer áfram í milliriðil. Liðið sem tapar fer í forsetabikarinn. Frakkland setti tóninn strax í upphafi með því að skora fyrstu sjö mörk leiksins gegn ráðalausu íslensku liði. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á níundu mínútu og eftir það gekk sóknarleikur liðsins betur. Úr leik dagsins.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Frakkar gáfu ekkert eftir og keyrðu hvað eftir annað í bakið á íslensku stelpunum sem voru að tapa of mörgum boltum gegn sterkri vörn Ólympíumeistaranna. Mörkunum rigndi inn eftir hraðaupphlaup og hraða miðju og fáar uppstilltar sóknir Frakka litu dagsins ljós. Þegar 8 mínútur lifðu hálfleiksins var staðan 6-15 Frökkum í vil en Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók þá leikhlé og setti sjöunda leikmanninn inn í sóknina. Það skilaði opnari færum en Frakkar fengu á móti auðveld mörk í autt markið. Staðan 10-20 fyrir Frakklandi í hálfleik. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Rósa Þorsteinsdóttir í marki Íslands kom í veg fyrir að Frakkar leiddu ekki með fleiri mörkum en hún varði 7 bolta í fyrri hálfleik sem oftar en ekki voru dauðafæri. Seinni hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu og virtust leikmenn óhræddari við að taka af skarið í sóknarleiknum auk þess sem töpuðum boltum fækkaði en þeir voru alltof margir í fyrri hálfleik. Ísland minnkaði muninn mest í 8 mörk eftir 4-0 kafla þegar stundarfjórðungur var eftir. Franska liðið hrökk þó aftur í gang og lokatölur urðu 22-31 Frakklandi í vil sem er komið áfram í milliriðil. Ísland spilar úrslitaleik við Angóla um hvort liðið heldur áfram í milliriðil. Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór algjörum hamförum í markinu og varði 4 vítaköst í röð frá fjórum mismunandi leikmönnum Frakka. Hún endaði með 14 varða bolta sem gerir 31 prósent markvörslu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti einkar góðan leik í markinu.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Þess má geta að meirihluti þessara skota var úr góðum færum. Sandra Erlingsdóttir var markahæst íslenska liðsins með sjö mörk, þar af fimm úr vítum. Mörk Frakka skiptist vel innan hópsins en Orlane Kanor og Sarah Bouktit, sem var illviðráðanleg inn á línunni, enduðu markahæsta með fimm mörk hvor.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti