Innlent

Mikil harka færst í á­tökin eftir rof vopnahlésins

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ökutæki sem varð fyrir eldflaugaárás við landamæri Gasa og Ísraels eftir að vopnahléinu lauk.
Ökutæki sem varð fyrir eldflaugaárás við landamæri Gasa og Ísraels eftir að vopnahléinu lauk. EPA

Eftir að vopnahlé í Ísrael og Palestínu lauk í gær hafa átök hafist á ný fyrir botni miðjarðarhafs. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á rúmlega 400 skotmörk síðan þá.

Að sögn hersins hafa umræddar árásir verið gerðar á Gasaströndinni, einkum suðurhluta hennar, úr lofti, á landi og af sjóliði.

Á meðal skotmarka Ísraels var moska í norðurhluta Gasa. Því er haldið fram að hópurinn Íslamst Jihad hafi notað moskuna sem bæki- eða höfuðstöðvar.

Í gærkvöldi héldu Hamas-samtökin því fram að árásir Ísraelshers hefðu drepið 184 manns, sært tæplega 600 og hæft á þriðja tug húsa.

Reuters greinir frá því að í morgun hafi sprengju-viðvörunarkerfi ómað um samfélög í Ísrael, sem eru í grennd við Gasaströndina. Því er þó haldið fram að lítil merki hafi verið um eyðileggingu.

Stríðandi fylkingar hafa kennt hvorri annari um rofið á vopnahléinu, þar sem Hamas og Ísraelsk yfirvöld skiptust á að hleypa gíslum og föngum lausum.


Tengdar fréttir

Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári

Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð.

Miskunnsamur samverji „tekinn af lífi“ af hermönnum

Óbreyttur borgari sem réði niðurlögum tveggja hryðjuverkamanna eftir að þeir hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalemborg var drepinn af ísraelskum hermönnum sem héldu hann sjálfan vera hryðjuverkamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×