Bæjarar hefðu eflaust viljað spila enda gestirnir frá Berlín verið ömurlegir það sem af er tímabili og Bayern þarf á stigunum að halda til að ná toppsætinu af lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen.
Eins og sjá má út um allt á veraldarvefnum þá var hreinlega ómögulegt að spila leikinn þar sem almenningsamgöngur voru í lamasessi vegna snjókomunnar.
A look at the situation at the Allianz Arena today
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) December 2, 2023
As much as we regret #FCBFCU being called off, it's important that everyone stays safe out there! Wishing a safe trip home to everyone who had travelled to Munich #MiaSanMia pic.twitter.com/GzyOqp5ID2
Bayern Munich's game against Union Berlin has been postponed after Munich was hit with heavy snowfall pic.twitter.com/N3BrqeXecb
— B/R Football (@brfootball) December 2, 2023
Aðrir leikir fóru þó fram, Gladbach vann 2-1 sigur á Hoffenheim, RB Leipzig vann nýliða Heidenheim með sama mun og Bochum vann Wolfsburg 3-1.
Leverkusen er sem fyrr á toppnum með 34 stig að loknum 12 leikjum. Bayern er með 32 og Stuttgart 27 á meðan Leipzig er í 4. sæti með 26 eftir 13 leiki.