„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. desember 2023 12:16 Sameer hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu síðustu mánuði og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Samsett mynd Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál. Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál.
Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28