Venesúelamennirnir hafi ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 16:25 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld stefna að öðru leiguflugi með Venesúelamenn til heimalandsins í janúar. Þau segjast munu upplýsa fólkið um að það megi búast við viðlíka mótttökum og landar þeirra fengu við heimkomu frá Íslandi í byrjun nóvembermánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Málið varðar fréttir af flutningi 180 Venesúelamönnum frá Íslandi til Caracas í Venesúela 15. nóvember síðastliðinn. Fréttir bárust eftir að fólkið var lent í Caracas að fólk hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna, það hafi verið látið skrifa undir plögg þar sem það sagðist föðurlandssvikarar og rýnt í samskipti þess við íslensk stjórnvöld, almenning og þátttöku í opinberri umræðu. „Dómsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra hafa smátt og smátt fengið skýrari mynd af því sem gerðist á flugvellinum í Caracas eftir að venesúelsku farþegarnir gengu frá borði,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að sendur hafi verið tölvupóstur á spænsku til þeirra sem Útlendingastofnun hafði netföng hjá og hafi hann borist til 173. Svör hafi borist frá 83 sem eigi við um 99 í hópnum. „Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til ananrs ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni. „Loks liggur fyrir að við komuna voru margir spurðir ítarlega um persónulega hagi, samskipti við íslensk stjórnvöld og alþjóðastofnanir. Einhverjir sögðust hafa verið látnir skrifa undir skjöl en ekkert hefur komið fram um hvað var á þeim skjölum.“ Ekki hefðbundið landamæraeftirlit Ráðuneytið segir skýrt hafa komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að um væri að ræða „sjálfviljuga heimför ríkisborgara Venesúela.“ Þá hafi ekkert í samskiptum við venesúelsk stjórnvöld í aðdraganda flugsins gefið til kynna að um yrði að ræða annað inngrip vegna komu fólksins en hefðbundið landamæraeftirlit, sem hópurinn virðist hins vegar ekki hafa sætt. „Þess í stað hafi fólkið verið flutt í móttökumiðstöð þar sem m.a. voru gerð covid próf og fólk spurt út í ferðir sínar áður en þeim var veitt landganga og sleppt eftir um sólarhring.“ Þá segir að fyrir þetta leiguflug hafi íslensk stjórnvöld staðið að svipuðum flutningi 135 Venesúelamanna sem hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. „Þá liggur fyrir að fjölmennur hópur ríkisborgara Venesúela hefur þegar óskað eftir eða kann á komandi mánuðum að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför. Það er umfangsmikið verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að auðvelda heimför þessara einstaklinga. Í því skyni verður m.a. stefnt að öðru leiguflugi í janúar og verða þátttakendur í því flugi upplýstir um að móttökur í Caracas gætu orðið svipaðar og í leigufluginu 15. nóvember sl.,“ segir í tilkynningunni. Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Málið varðar fréttir af flutningi 180 Venesúelamönnum frá Íslandi til Caracas í Venesúela 15. nóvember síðastliðinn. Fréttir bárust eftir að fólkið var lent í Caracas að fólk hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna, það hafi verið látið skrifa undir plögg þar sem það sagðist föðurlandssvikarar og rýnt í samskipti þess við íslensk stjórnvöld, almenning og þátttöku í opinberri umræðu. „Dómsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra hafa smátt og smátt fengið skýrari mynd af því sem gerðist á flugvellinum í Caracas eftir að venesúelsku farþegarnir gengu frá borði,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að sendur hafi verið tölvupóstur á spænsku til þeirra sem Útlendingastofnun hafði netföng hjá og hafi hann borist til 173. Svör hafi borist frá 83 sem eigi við um 99 í hópnum. „Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til ananrs ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni. „Loks liggur fyrir að við komuna voru margir spurðir ítarlega um persónulega hagi, samskipti við íslensk stjórnvöld og alþjóðastofnanir. Einhverjir sögðust hafa verið látnir skrifa undir skjöl en ekkert hefur komið fram um hvað var á þeim skjölum.“ Ekki hefðbundið landamæraeftirlit Ráðuneytið segir skýrt hafa komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að um væri að ræða „sjálfviljuga heimför ríkisborgara Venesúela.“ Þá hafi ekkert í samskiptum við venesúelsk stjórnvöld í aðdraganda flugsins gefið til kynna að um yrði að ræða annað inngrip vegna komu fólksins en hefðbundið landamæraeftirlit, sem hópurinn virðist hins vegar ekki hafa sætt. „Þess í stað hafi fólkið verið flutt í móttökumiðstöð þar sem m.a. voru gerð covid próf og fólk spurt út í ferðir sínar áður en þeim var veitt landganga og sleppt eftir um sólarhring.“ Þá segir að fyrir þetta leiguflug hafi íslensk stjórnvöld staðið að svipuðum flutningi 135 Venesúelamanna sem hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. „Þá liggur fyrir að fjölmennur hópur ríkisborgara Venesúela hefur þegar óskað eftir eða kann á komandi mánuðum að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför. Það er umfangsmikið verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að auðvelda heimför þessara einstaklinga. Í því skyni verður m.a. stefnt að öðru leiguflugi í janúar og verða þátttakendur í því flugi upplýstir um að móttökur í Caracas gætu orðið svipaðar og í leigufluginu 15. nóvember sl.,“ segir í tilkynningunni.
Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07