Lögmál leiksins: „Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 07:00 Tómas Steindórsson sagði einfaldlega „nei“ þegar hann var spurður út í Devin Booker. AP Photo/Matt York Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað þegar Lögmál leiksins var sýnt í gær, mánudag. Í þættinum var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. „Devin Booker er besti skotbakvörður deildarinnar“ „Ég er búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei,“ sagði Tómas áður en hann lýsti því yfir að ákveðinn leikmaður Minnesota Timberwolves væri besti skotbakvörður NBA-deildarinnar. „Booker er meira búinn að vera í ásnum,“ bætti Tómas við. Sigurður Orri var ósammála Tómasi og taldi Booker betri en téðan leikmann úr Úlfunum. „Umræðan er á milli þeirra í dag, sem er bara skemmtilegt. Booker er kominn með ótrúlegt vopnabúr, orðinn allt annar varnarmaður, tekur ábyrgð sóknarlega og setur leikinn upp líka.“ Þá voru sérfræðingarnir spurðir hvor væri betri, Booker eða Jayson Tatum í Boston Celtics. Þar hölluðust þeir að manninum sem spilar oftast nær í grænu. Klippa: Lögmál leiksins: Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei „Oklahoma City Thunder er einum góðum leikmanni frá því að vera meistarakandídat“ „Já. Taka kistuna, einn svona langur. Ef Paul George hefði ekki einu sinni verið þarna og þvingað sér í burtu myndi ég segja að hann væri sú týpa. Vængur sem dekkað stórar stöður,“ sagði Sigurður Orri. Hvorki Sigurður Orri né Tómas vilja sjá DeMar DeRozan eða Zach Lavine í OKC.Á endanum stakk Tómas upp á Pascal Siakam. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „J.B. Bickerstaff verður fyrsti þjálfarinn til að vera rekinn“ og „Los Angeles Clippers þarf að sprengja upp liðið.“ „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. „Devin Booker er besti skotbakvörður deildarinnar“ „Ég er búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei,“ sagði Tómas áður en hann lýsti því yfir að ákveðinn leikmaður Minnesota Timberwolves væri besti skotbakvörður NBA-deildarinnar. „Booker er meira búinn að vera í ásnum,“ bætti Tómas við. Sigurður Orri var ósammála Tómasi og taldi Booker betri en téðan leikmann úr Úlfunum. „Umræðan er á milli þeirra í dag, sem er bara skemmtilegt. Booker er kominn með ótrúlegt vopnabúr, orðinn allt annar varnarmaður, tekur ábyrgð sóknarlega og setur leikinn upp líka.“ Þá voru sérfræðingarnir spurðir hvor væri betri, Booker eða Jayson Tatum í Boston Celtics. Þar hölluðust þeir að manninum sem spilar oftast nær í grænu. Klippa: Lögmál leiksins: Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei „Oklahoma City Thunder er einum góðum leikmanni frá því að vera meistarakandídat“ „Já. Taka kistuna, einn svona langur. Ef Paul George hefði ekki einu sinni verið þarna og þvingað sér í burtu myndi ég segja að hann væri sú týpa. Vængur sem dekkað stórar stöður,“ sagði Sigurður Orri. Hvorki Sigurður Orri né Tómas vilja sjá DeMar DeRozan eða Zach Lavine í OKC.Á endanum stakk Tómas upp á Pascal Siakam. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „J.B. Bickerstaff verður fyrsti þjálfarinn til að vera rekinn“ og „Los Angeles Clippers þarf að sprengja upp liðið.“ „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira