„Fólkið hér er gott“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:59 Magnús Már Einarsson fósturfaðir Sameer Omran 12 ára sem flúði ásamt frænda sínum Yazan Kawave 14 ára frá Palestínu og komu hingað frá Grikklandi. Fósturmóðir Sameers er Anna Guðrún Ingadóttir. Vísir/Dúi Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira