Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 11:18 Magnús, forstjóri Domino's, segir leiðinlegt að þurfa að hækka verðið. Vísir/Vilhelm Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Í þriðjudagstilboðinu fellst miðstærð af pizzu með þremur áleggstegundum. Líkt og nafnið gefur til kynna fæst það einungis á þriðjudögum. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's hér á landi, segir ástæðurnar fyrir hækkuninni afskaplega einfaldar, það séu verðbólga og launahækkanir. „Það er alltaf miður að þurfa að hækka verð,“ segir Magnús sem segir fyrirtækið alltaf reyna að lágmarka verðhækkanir. Hann útskýrir að viðskiptamódel Domino's snúist um að gefa fólki mikið fyrir peninginn og segist þó trúa því að enn sé um að ræða „besta tilboðið í bænum“. „Ég hvet fólk til að gera verðsamanburð,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann óttist ekki að verðhækkunin fæli neytendur frá segir Magnús svo vera. „Auðvitað óttast maður alltaf slíkt þegar maður hækkar verð. Eflaust munu einhverjir hugsa sinn gang og hætta að kaupa tilboðið og jafnvel leita annað.“ Veitingastaðir Verðlag Matur Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Í þriðjudagstilboðinu fellst miðstærð af pizzu með þremur áleggstegundum. Líkt og nafnið gefur til kynna fæst það einungis á þriðjudögum. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's hér á landi, segir ástæðurnar fyrir hækkuninni afskaplega einfaldar, það séu verðbólga og launahækkanir. „Það er alltaf miður að þurfa að hækka verð,“ segir Magnús sem segir fyrirtækið alltaf reyna að lágmarka verðhækkanir. Hann útskýrir að viðskiptamódel Domino's snúist um að gefa fólki mikið fyrir peninginn og segist þó trúa því að enn sé um að ræða „besta tilboðið í bænum“. „Ég hvet fólk til að gera verðsamanburð,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann óttist ekki að verðhækkunin fæli neytendur frá segir Magnús svo vera. „Auðvitað óttast maður alltaf slíkt þegar maður hækkar verð. Eflaust munu einhverjir hugsa sinn gang og hætta að kaupa tilboðið og jafnvel leita annað.“
Veitingastaðir Verðlag Matur Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10