Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:29 Frá vettvangi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum. Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent