„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Joris Verwijst/Getty Images „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10