Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2023 06:41 Á hefðbundnum kosningafundum er kjósendum gefinn kostur á því að spyrja frambjóðendur spjörunum úr en Trump svaraði aðeins spurningum Hannity. Getty/Scott Olson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira