Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 18:50 Vladimír Pútín og Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan, forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Abu Dhabi í morgun. AP/Sergei Savostyanov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum.
Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira