Enn stefnt að lokun áfangaheimilis Samhjálpar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. desember 2023 09:13 Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segir lokunina mikinn harmleik. Samsett Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar. Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar.
Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00