Ákæruvaldið furðar sig á því að samræði við barn sé ekki talið nauðgun Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 13:55 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun þrátt fyrir að sannað væri að hann hefði haft samræði við þrettán ára stúlku. Hann var sakfelldur fyrir brot samkvæmt öðru ákvæði hegningarlaga um bann við samræði við börn. 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira