Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2023 11:20 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík ræddi stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/Arnar Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis. Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10