Enski boltinn

Versta hrina Manchester City í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nú reynir á Pep Guardiola að snúa gengi Manchester City við eins og oft áður er von á liðinu á miklu skrifið þegar það fer að vora á ný.
Nú reynir á Pep Guardiola að snúa gengi Manchester City við eins og oft áður er von á liðinu á miklu skrifið þegar það fer að vora á ný. AP/Dave Thompson

Englandsmeistarar Manchester City eru nú eitt af þeim liðum sem hafa þurft að bíða lengst eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni.

Það eru liðin sex ár síðan Manchester City liðið beið síðast svona lengi eftir sigri.

Eftir þrjú jafntefli í röð þá tapaði City liðið 1-0 á móti sjóðheitu Aston Villa liði í gær.

Fjórir leikir í röð án sigurs og það gerðist síðasta hjá lærisveinum Pep Guardiola í ensku úrvalsdeildinni í marsmánuði árið 2017.

Það er heldur ekki eins og sigur Aston Villa hafi komið gegn gangi leiksins. Liðið átti 22 skot þar af fimmtán í fyrri hálfleiknum. Alls þurfti Ederson að verja sex skot í marki City.

Vænt mörk, xG, var líka 2,06 á móti 0,86, Aston Villa liðinu í hag. Leon Bailey skoraði eina mark leiksins sextán mínútum fyrir leikslok.

„Þeir spiluðu betur en við og við erum í vandræðum,“ sagði Pep Guardiola við Amazon Prime eftir leikinn.

Jafnteflisleikir City voru á móti Tottenham (3-3), Liverpool (1-1) og Chelsea (4-4). Í millitíðinni vann City 3-2 heimssigur á RB Leipzig í Meistaradeildinni eftir að hafa lent 2-0 undir.

City situr nú í fjórða sætinu, sex stigum á eftir toppliði Arsenal og bara þremur stigum á undan nágrönnunum í Manchester United þar sem allt á að vera að fjara til fjandans samkvæmt ensku blöðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×