Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 83-110 | Valsmenn stungu af undir lokin Dagur Lárusson skrifar 7. desember 2023 20:00 vísir/anton Valur vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-110. Fyrir leikinn var Valur í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Breiðablik var í ellefta sætinu með tvö stig en eini sigur liðsins kom nú á dögunum gegn Hamar. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks og náðu bæði liðin að vera með forystuna í fyrsta leikhluta en þó aðallega Valur. Joshua Jefferson fór virkilega vel af stað hjá Val og var með sextán stig eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 19-29, tíu stiga munur á liðunum. Munurinn var svipað mikið allan annan leikhluta og voru hálfleikstölur 45-56 og var Joshua Jefferson stigahæstur á vellinum með 25 stig. Í þriðja leikhluta var það Kristinn Pálsson sem stal senunni og dró vagninn fyrir Val í sóknarleiknum en hann skoraði hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri. Í byrjun leikhlutans var hann með þrjú stig en þegar komið var að fjórða leikhluta var hann kominn með sautján stig. Staðan eftir þriðja leikhluta 64-79. Það var síðan í byrjun fjórða leikhluta þar sem Blikar náðu að gera leikinn spennandi en þó aðeins um stundarsakir. Ólafur Snær kom af miklum krafti inn af bekknum fyrir liðið og setti niður tvö þriggja stiga skot í röð sem minnkaði forskot Vals í sex stig. En þrátt fyrir þessa góðu byrjun Blika í fjórða leikhluta náðu Valsmenn aftur tökum á leiknum og undir lokin voru Blikar búnir að gefast upp og Valsmenn gengu á lagið. Lokatölur í Smáranum 83-110 og Valur því með fjórtán stig. Afhverju vann Valur? Þriggja stiga nýting Vals var rosalega góð í kvöld og má segja að það hafi lagt grunninn að sigri Vals. Kristinn Pálsson, Joshua Jefferson og Kristófer Acox áttu allir frábæran leik fyrir Val og skoruðu allir yfir tuttugu stig. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að líta framhjá Joshua Jefferson sem setti niður 32 stig. Kristinn Pálsson var einnig frábær með 25 stig sem og Kristófer með 21. Hvað fór illa? Eins og Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um eftir leik að þá var varnarleikur liðsins ekki upp á marga fiska. Valsmenn fengu mikið af opnum þriggja stiga skotum sem fór mjög mörg niður. Hvað gerist næst? Næstu leikur liðanna eru eftir slétta viku þar sem Valsmenn taka á móti Njarðvík og Breiðablik tekur á móti Stjörnunni. Finnur Freyr Stefánsson: Vorum að ná að nýta okkar styrkleika Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm „Þetta var góður sigur en samt hikst inn á milli,“ byrjaði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við höfum átt í erfiðleikum með Blikana, held að við séum búnir að tapa hérna tveimur leikjum í röð og ég er ánægður að hafa svarað fyrir það. Þeir eru hraðir, flottir góðir og þess vegna líður mér vel með þennan sigur,“ hélt Finnur áfram að segja. Finnur talaði aðeins um þriggja stiga nýtinguna. „Já klárlega, við vorum að ná að opna mikið fyrir það í fyrri hálfleik með Joshua og Kristófer og í seinni hálfleiknum gerðist það sama nema fyrir Kristin og Aron. Við náðum að opna fyrir þessa leikmenn og þar með nýta þá styrkleika sem við höfum.“ Finnur var síðan spurður út í framlag leikmanna þar sem þrír af hans leikmönnum skoruðu yfir tuttugu stig. „Jú auðvitað er það frábært að sjá það en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér það betra að sjá það þegar fleiri leikmenn eru með yfir fimmtán stig,“ endaði Finnur Freyr á að segja. Ívar Ásgrímsson: Við erum of mjúkir Ívar Ásgrímsson.Vísir/Anton Brink „Vörnin var virkilega slök, við hefðum getað skorað 90 stig en það hefði ekki skipt máli,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks að segja eftir leik. „Ég tek það á mig samt. Mér fannst þetta vera fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem við gáfum bæði þriggja stigaskotin og sniðskotin algjörlega. Þeir unnu okkur á þeirra styrkleikum. Ég verð að gefa Val hrós, þeir spila einfaldan körfubolta og þeir unnu okkur þannig,“ hélt Ívar áfram að segja. Það voru þó nokkur skipti í leiknum þar sem Blikar náðu að minnka forskot Vals en þá fannst Ívari að það vantaði að láta kné fylgja kviði. „Bæði í öðrum og fjórða leikhluta þá náðum við að minnka forskot þeirra og gera þetta að leik. En það vantaði alltaf eitthvað upp á, við vorum of mjúkir og þetta gerist oft hjá okkur. Við látum ekki finna fyrir okkur en það er það sem við þurfum að gera þegar við erum komnir með blóðbragð í munninn. Það er eitthvað sem ég og liðum þurfum að skoða,“ endaði Ívar Ásgrímsson að segja eftir leik. Subway-deild karla Breiðablik Valur
Valur vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-110. Fyrir leikinn var Valur í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Breiðablik var í ellefta sætinu með tvö stig en eini sigur liðsins kom nú á dögunum gegn Hamar. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks og náðu bæði liðin að vera með forystuna í fyrsta leikhluta en þó aðallega Valur. Joshua Jefferson fór virkilega vel af stað hjá Val og var með sextán stig eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 19-29, tíu stiga munur á liðunum. Munurinn var svipað mikið allan annan leikhluta og voru hálfleikstölur 45-56 og var Joshua Jefferson stigahæstur á vellinum með 25 stig. Í þriðja leikhluta var það Kristinn Pálsson sem stal senunni og dró vagninn fyrir Val í sóknarleiknum en hann skoraði hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri. Í byrjun leikhlutans var hann með þrjú stig en þegar komið var að fjórða leikhluta var hann kominn með sautján stig. Staðan eftir þriðja leikhluta 64-79. Það var síðan í byrjun fjórða leikhluta þar sem Blikar náðu að gera leikinn spennandi en þó aðeins um stundarsakir. Ólafur Snær kom af miklum krafti inn af bekknum fyrir liðið og setti niður tvö þriggja stiga skot í röð sem minnkaði forskot Vals í sex stig. En þrátt fyrir þessa góðu byrjun Blika í fjórða leikhluta náðu Valsmenn aftur tökum á leiknum og undir lokin voru Blikar búnir að gefast upp og Valsmenn gengu á lagið. Lokatölur í Smáranum 83-110 og Valur því með fjórtán stig. Afhverju vann Valur? Þriggja stiga nýting Vals var rosalega góð í kvöld og má segja að það hafi lagt grunninn að sigri Vals. Kristinn Pálsson, Joshua Jefferson og Kristófer Acox áttu allir frábæran leik fyrir Val og skoruðu allir yfir tuttugu stig. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að líta framhjá Joshua Jefferson sem setti niður 32 stig. Kristinn Pálsson var einnig frábær með 25 stig sem og Kristófer með 21. Hvað fór illa? Eins og Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um eftir leik að þá var varnarleikur liðsins ekki upp á marga fiska. Valsmenn fengu mikið af opnum þriggja stiga skotum sem fór mjög mörg niður. Hvað gerist næst? Næstu leikur liðanna eru eftir slétta viku þar sem Valsmenn taka á móti Njarðvík og Breiðablik tekur á móti Stjörnunni. Finnur Freyr Stefánsson: Vorum að ná að nýta okkar styrkleika Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm „Þetta var góður sigur en samt hikst inn á milli,“ byrjaði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við höfum átt í erfiðleikum með Blikana, held að við séum búnir að tapa hérna tveimur leikjum í röð og ég er ánægður að hafa svarað fyrir það. Þeir eru hraðir, flottir góðir og þess vegna líður mér vel með þennan sigur,“ hélt Finnur áfram að segja. Finnur talaði aðeins um þriggja stiga nýtinguna. „Já klárlega, við vorum að ná að opna mikið fyrir það í fyrri hálfleik með Joshua og Kristófer og í seinni hálfleiknum gerðist það sama nema fyrir Kristin og Aron. Við náðum að opna fyrir þessa leikmenn og þar með nýta þá styrkleika sem við höfum.“ Finnur var síðan spurður út í framlag leikmanna þar sem þrír af hans leikmönnum skoruðu yfir tuttugu stig. „Jú auðvitað er það frábært að sjá það en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér það betra að sjá það þegar fleiri leikmenn eru með yfir fimmtán stig,“ endaði Finnur Freyr á að segja. Ívar Ásgrímsson: Við erum of mjúkir Ívar Ásgrímsson.Vísir/Anton Brink „Vörnin var virkilega slök, við hefðum getað skorað 90 stig en það hefði ekki skipt máli,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks að segja eftir leik. „Ég tek það á mig samt. Mér fannst þetta vera fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem við gáfum bæði þriggja stigaskotin og sniðskotin algjörlega. Þeir unnu okkur á þeirra styrkleikum. Ég verð að gefa Val hrós, þeir spila einfaldan körfubolta og þeir unnu okkur þannig,“ hélt Ívar áfram að segja. Það voru þó nokkur skipti í leiknum þar sem Blikar náðu að minnka forskot Vals en þá fannst Ívari að það vantaði að láta kné fylgja kviði. „Bæði í öðrum og fjórða leikhluta þá náðum við að minnka forskot þeirra og gera þetta að leik. En það vantaði alltaf eitthvað upp á, við vorum of mjúkir og þetta gerist oft hjá okkur. Við látum ekki finna fyrir okkur en það er það sem við þurfum að gera þegar við erum komnir með blóðbragð í munninn. Það er eitthvað sem ég og liðum þurfum að skoða,“ endaði Ívar Ásgrímsson að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti