Við sjáum myndir frá atvikinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fjöllum um stöðuna á Gasa og ræðum við fyrrverandi formann félagsins Ísland Palestína sem mætir í myndver.
Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga. Við kynnum okkur leigutorgið og heyrum einnig í Víði Reynissyni hjá almannavörnum um nýtt hættumat Veðurstofunnar.
Þá kíkjum við á bókasafnið í Seljaskóla en safnstjóri kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra.
Við heyrum einnig í unglingum sem fagna fyrirhugaðri seinkun á skóladeginum og verðum í beinni frá jólatrjásölu flugbjörgunarsveitarinnar – en þrátt fyrir að enn sé nokkuð í jólin eru margir farnir að huga að jólaskreytingunum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.