Innlent

Nor­rænir for­sætis­ráð­herrar funda í Noregi um öryggis­mál

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Katrín Jakobsdóttir mæta öll á fundinn.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Katrín Jakobsdóttir mæta öll á fundinn.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu miðvikudaginn 13. desember funda saman um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef norska ríkisins. Þar segir að ráðherrarnir fimm, Katrín Jakobsdóttir frá Íslandi, Jonas Gahr Støre frá Noregi, Sauli Niinistö frá Finnlandi, Ulf Kristersson frá Svíþjóð og Mette Frederiksen frá Danmörku komi til með að mæta. 

Vegna fundarins verður haldinn blaðamannafundur klukkan korter yfir tvö sama dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×