Enski boltinn

Ten Hag tekur á­byrgð á af­hroði dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erik ten Hag var eðlilega ekki sáttur eftir leik dagsins.
Erik ten Hag var eðlilega ekki sáttur eftir leik dagsins. Danehouse Photography/Getty Images

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, tók alla ábyrgð eftir 3-0 tapið gegn Bournemouth á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eftir góðan sigur gegn Chelsea á dögunum þá mætti Man United ekki til leiks gegn Bournemouth í dag og tapaði örugglega 3-0. Slæmt gengi liðsins heldur því áfram en liðið virðist ekki geta tengt saman sigurleiki.

„Ábyrðin mín, það vantar allt samræmi í leik okkar. Við höfum getuna en við verðum að getað sýnt það leik eftir leik, í hvert skipti sem við stígum á völlinn,“ sagði Ten Hag við fjölmiðla að leik loknum í dag.

„Við þurfum að geta spilað vel gegn mismunandi mótherjum. Við erum færir um það en verðum að geta sýnt það á þriggja daga fresti. Það fylgja því ákveðnar kröfur að spila fyrir þetta félag og við þurfum að standast þær. Þurfum að setja markið hærra. Sýndum það í vikunni.“

Aðspurður út í stuðningsfólk félagsins sem lét vel í sér heyra í dag og yfirgaf völlinn skömmu eftir að staðan varð 3-0 gestunum í vil.

„Ég skil vel að stuðningsmenn okkar séu vonsviknir og svekktir, við erum það allir. Við verðum að gera betur, í hverjum einasta leik,“ sagði Hollendingurinn að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×