Innlent

Sel­tirningar komnir með gám fyrir pappa

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Móttökugámurinn fyrir pappa og pappír er á bílastæðinu við Eiðistorg.
Móttökugámurinn fyrir pappa og pappír er á bílastæðinu við Eiðistorg. Facebook

Seltirningar eru komnir með móttökugám fyrir pappa og pappír en hann er staðsettur á Eiðistorgi. Gámurinn verður tímabundið til reynslu áður en tekin verður endanleg ákvörðun.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, greindi frá þessu í færslu á Facebook-hópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“ í gær.

Þar segir hann að gámnum sé komið upp „til reynslu“ og að á næstu vikum komi síðan „nett grenndarstöð til reynslu á sama stað“. Mikill ánægja er með gáminn ef marka má ummæli og læk Seltirninga við færsluna. 

Þó skrifar Snorri Aðalsteinsson nokkur „Á þessi móttökustöð ekki að vera við smábátahöfnina samkvæmt samþykkt skipulagsnefndar?“ við færsluna. Því svaraði bæjarstjórinn „Þar ef af verður er verið að huga að djúpgámalausn. Það tekur tíma og þetta er tímabundið til reynslu.“


Tengdar fréttir

Sel­tirningar þreyttir á lé­legum grenndar­gámum Reykja­víkur og setja upp sína eigin

Sel­tirningar hafa nú í bí­gerð að koma upp tveimur grenndar­stöðvum á Sel­tjarnar­nesi. Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness segir íbúa vestur­bæjar Reykja­víkur því ekki þurfa að hafa á­hyggjur af auknu á­lagi á grenndar­gáma í Vestur­bænum. Hann hefur á­hyggjur af nýjum gang­brautar­ljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir til­hugsuninni um sam­einingu við Reykja­vík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×