Svíþjóð vann góðan fjögurra marka sigur á Ungverjalandi í milliriðli I á HM í dag, lokatölur 26-22. Emma Lindqvist og Jamina Roberts voru markahæstar í liði Svíþjóðar með 7 mörk hvor. Fyrr í dag hafði Króatía svo unnið níu marka sigur á Kamerún, 24-15 lokatölur þar.
Svíþjóð er komið í 8-liða úrslit þó enn sé ein umferð eftir í milliriðlinum. Svíar eru með 8 stig á toppi riðilsins, þar á eftir er Svartfjallaland með 6 stig, Króatía með 5 stig og Ungverjaland 4 stig.
Í milliriðli III er Þýskaland komið í 8-liða úrslit eftir tíu marka sigur á Póllandi, lokatölur 31-21. Antje Döll var markahæst hjá Þýskalandi með 5 mörk.
Danmörk er einnig komið í 8-liða úrslit eftir 10 marka sigur á Póllandi, lokatölur 32-22. Kristina Jørgensen og Trine Østergaard Jensen voru markahæstar í liði Danmerkur með 5 mörk hvor.
Þýskaland er á toppi riðilsins með 8 stig, Danmörk er með 6 stig, Rúmenía og Pólland 4 stig, Japan 2 stig og Serbía án stiga.
Co-hosts Sweden and Denmark power through to the #DENNORSWE2023 quarter-finals The final whistle brings the last results of the day #aimtoexcite pic.twitter.com/rekmr6BmzB
— International Handball Federation (@ihf_info) December 9, 2023
Forsetabikarinn
Í riðli I í Forsetabikarnum vann Kína átta marka sigur á Grænlandi, lokatölur 32-24. Kína er með fjögur stig líkt og Ísland á meðan Paragvæ er án stiga líka og Grænland. Ísland og Kína mætast í leik um 1. sætið á mánudag.