Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 18:20 Hér má sjá kort af skjálftum sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa og brimið suður af Reykjanesi. HÍ/Vilhelm Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent