Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 18:20 Hér má sjá kort af skjálftum sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa og brimið suður af Reykjanesi. HÍ/Vilhelm Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira