Til að gera þetta áhugavert þurfti Sævar, sem er harður Keflvíkingur þó hann hafi spilað með báðum liðum, að velja lið Keflavíkur og Teitur sem vann allt sem hægt er að vinna þurfti að velja lið Njarðvíkur.
Bara mátti velja Íslendinga en tveir leikmenn voru þó valdir sem komu hingað til lands og voru nægilega lengi til að verða Íslendingar.
„Svo valdi þetta lið sig eiginlega bara sjálft. Fannst þetta mun auðveldara en fyrir Teit,“ sagði Sævar um sitt lið.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en bæði lið eru ógnarsterk.