„Þungu fargi af manni létt“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:46 Ólafur Ólafsson hvetur Grindvíkinga til að fjölmenna á næsta leik sem er einmitt gegn Haukum á ný. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin. Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira