Manchester United úr leik eftir tap gegn Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2023 22:06 Kingsley Coman skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 0-1 tap gegn Bayern München í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Fyrir leik var ljóst að mikið þyrfti að ganga upp til að United ætti möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Liðið þurfti að vinna Þýskalandsmeistara Bayern og treysta á jafntefli í viðureign FCK og Galatasaray á sama tíma. Von liðsins minnkaði til muna þegar FCK tók forystuna gegn Galatasaray um miðjan síðari hálfleikinn í Kaupmannahöfn og vonarneistinn slokknaði alveg þegar Kingsley Coman kom Bayern yfir á Old Trafford eftir fallegt samspil við Harry Kane. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Bayern sem endar með 16 stig á toppi A-riðils og fer í 16-liða úrslit, ásamt FCK sem vann sinn leik gegn Galatasaray. Manchester United endar hins vegar í neðsta sæti riðilsins meðfjögur stig og missir þar af leiðandi einnig af sæti í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 0-1 tap gegn Bayern München í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Fyrir leik var ljóst að mikið þyrfti að ganga upp til að United ætti möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Liðið þurfti að vinna Þýskalandsmeistara Bayern og treysta á jafntefli í viðureign FCK og Galatasaray á sama tíma. Von liðsins minnkaði til muna þegar FCK tók forystuna gegn Galatasaray um miðjan síðari hálfleikinn í Kaupmannahöfn og vonarneistinn slokknaði alveg þegar Kingsley Coman kom Bayern yfir á Old Trafford eftir fallegt samspil við Harry Kane. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Bayern sem endar með 16 stig á toppi A-riðils og fer í 16-liða úrslit, ásamt FCK sem vann sinn leik gegn Galatasaray. Manchester United endar hins vegar í neðsta sæti riðilsins meðfjögur stig og missir þar af leiðandi einnig af sæti í Evrópudeildinni.