Skjóti skökku við að banna fólki að bjarga verðmætum frá förgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Þórður segist hafa bent Sorpu á að stefnan skjóti skökku við um nokkurra ára skeið. Vísir Þórður Magnússon, tónskáld, furðar sig á því að Sorpa meini fólki að bjarga verðmætum frá förgun. Hann segir það ítrekað gerast að verðmætum sé fargað í stað þess að þau fari í Góða hirðirinn. Dæmi um það sé forláta borðstofusett eftir Guðmund blinda. Tilefnið eru fréttir af því að það hafi færst í aukana að fólk geri sér ferð á endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda og taki hluti þar úr gámum. Öryggisverðir voru þar látnir standa vaktina um helgina. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, sagði að fólk tæki flöskur og dósir en líka sjónvörp og önnur raftæki. Ekki væri í boði að taka sjónvörp, réttur farvegur væri í gegnum Góða hirðirinn. Ekki að verja þá sem stela Þórður segir í samtali við Vísi að svör Gunnars Dofra séu ekki alveg heiðarleg. Þar tali hann eins og eingöngu sé um að ræða gám Góða hirðisins. „En staðreyndin er sú að Sorpa bannar líka fólki að taka úr raftækjagáminum, sem og öðrum gámum, þar sem innihaldið á að fara í förgun en ekki í endursölu í Góða hirðinum.“ Hann segist ekki ætla að verja þá sem steli úr gámi Góða hirðisins eða endurvinnslugámum. Þórður segir að sig gruni að sú hegðun sé þó afar sjaldgæf. „Hitt er líklega mun algengara að einhver grípi með sér raftæki eða annað sem á að fara í förgun enda töluvert betri nýting að endurnota raftæki með því að laga þau heldur en að nota þau í landfyllingar.“ Heimtuðu að borðstofusettið færi í förgun Þórður rifjar upp að fjölskyldunni hafi eitt sinn áskotnast nýtt borðstofusett. Þau hafi því þurft að losa sig við það gamla, sem þó hafi verið mikil verðmæti. Lítið sem ekkert annað sé í boði en að fara með það í Góða hirðinn. „En starfsmenn Sorpu ætluðu að banna mér að setja þetta í gám Góða hirðisins og virkilega lögðu það að mér að ég ætti að setja þetta í timburrusl. Þeir litu svo á að það væri nóg til af boðstofusettum í Góða hirðinum,“ segir Þórður. „Það endaði bara með því að ég heimtaði að fá að setja þetta í Góða hirðis gáminn. Þetta væru verðmæti, væri eftir þekktan íslenskan smið, sem heitir Guðmundur blindi. Þeir sem þekkja aðeins til í húsgagnaiðnaðinum á Íslandi, þeir þekkja hann.“ Þórður segir að starfsmenn Sorpu séu mjög gjarnir á að ferja hluti úr gáminum og yfir í ruslið. Hann segist gruna að borðstofusettið hafi þrátt fyrir allt að lokum endað í förgunargámi Heilbrigði skynsemi að slaka á stefnunni Þórður segir að sér finnist ekki að Sorpa eigi að banna fólki að taka hluti úr gámum með innihaldi sem á að farga, svo lengi sem það fari sjálfum sér ekki og öðrum að voða. „Ég vil ekki líta út eins og asni sem fattar ekki að auðvitað getur orðið rask af því ef Sorpa myndi fyllast af fólki sem væri að klifra í gámunum. Þetta eru gild sjónarmið en þetta snýst í raun ekki um það,“ segir Þórður. Hann segir starfsmenn Sorpu vel geta áskilið sér rétt til þess að reka fólk af svæðinu verði það til vandræða, til að mynda ef of margir eru á svæðinu. Heilbrigð skynsemi segi að fólk ætti að líta í gegnum fingur sér vegna þessa. Þórður segist hafa barist fyrir því í mörg ár að Sorpa slaki á þessari stefnu sinni. Hann segir það skjóta skökku við að Sorpa stuðli að sóun með þessum hætti og segist hafa skrifað þeim þó nokkur bréf um efnið. Hentu iMac fyrir flatskjá Hann nefnir annað dæmi um það þegar hann fylgdist með starfsmönnum ferja Apple iMac borðtölvu úr gámi Góða hirðisins og í förgun. „Þeir tóku hana úr Góða hirðisgáminum og færðu hana yfir í förgunargám og ég var svona eitthvað að forvitnast um þetta. Þá kemur í ljós að Góði hirðirinn hafi gefið tilmæli um það að þeir væru komnir með of marga flatskjái.“ Þórður segir dæmið sýna að stefna Sorpu standist ekki skoðun. Umrædd tölva hafi alls ekki verið neinn flatskjár. „Þetta er gott dæmi um það þegar Sorpustarfsmenn eru í rauninni ekki dómbærir á það hvað sé verðmætt og hvað ekki,“ segir Þórður. „Á sama tíma og ég sá þennan gaur ferja þessa tölvu yfir í förgunargám, þá var þessi sama tölva til sölu á Bland á 50 þúsund krónur. Þannig að þetta voru töluverð verðmæti. Þetta var augljóslega þannig að manneskja hafði keypt sér nýja tölvu og vildi þá endilega gefa gömlu tölvuna. Þá grípur einhver Sorpustarfsmaður inn í og fer með hana í ruslið, sem er náttúrulega ansi leiðinlegt.“ Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tilefnið eru fréttir af því að það hafi færst í aukana að fólk geri sér ferð á endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda og taki hluti þar úr gámum. Öryggisverðir voru þar látnir standa vaktina um helgina. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, sagði að fólk tæki flöskur og dósir en líka sjónvörp og önnur raftæki. Ekki væri í boði að taka sjónvörp, réttur farvegur væri í gegnum Góða hirðirinn. Ekki að verja þá sem stela Þórður segir í samtali við Vísi að svör Gunnars Dofra séu ekki alveg heiðarleg. Þar tali hann eins og eingöngu sé um að ræða gám Góða hirðisins. „En staðreyndin er sú að Sorpa bannar líka fólki að taka úr raftækjagáminum, sem og öðrum gámum, þar sem innihaldið á að fara í förgun en ekki í endursölu í Góða hirðinum.“ Hann segist ekki ætla að verja þá sem steli úr gámi Góða hirðisins eða endurvinnslugámum. Þórður segir að sig gruni að sú hegðun sé þó afar sjaldgæf. „Hitt er líklega mun algengara að einhver grípi með sér raftæki eða annað sem á að fara í förgun enda töluvert betri nýting að endurnota raftæki með því að laga þau heldur en að nota þau í landfyllingar.“ Heimtuðu að borðstofusettið færi í förgun Þórður rifjar upp að fjölskyldunni hafi eitt sinn áskotnast nýtt borðstofusett. Þau hafi því þurft að losa sig við það gamla, sem þó hafi verið mikil verðmæti. Lítið sem ekkert annað sé í boði en að fara með það í Góða hirðinn. „En starfsmenn Sorpu ætluðu að banna mér að setja þetta í gám Góða hirðisins og virkilega lögðu það að mér að ég ætti að setja þetta í timburrusl. Þeir litu svo á að það væri nóg til af boðstofusettum í Góða hirðinum,“ segir Þórður. „Það endaði bara með því að ég heimtaði að fá að setja þetta í Góða hirðis gáminn. Þetta væru verðmæti, væri eftir þekktan íslenskan smið, sem heitir Guðmundur blindi. Þeir sem þekkja aðeins til í húsgagnaiðnaðinum á Íslandi, þeir þekkja hann.“ Þórður segir að starfsmenn Sorpu séu mjög gjarnir á að ferja hluti úr gáminum og yfir í ruslið. Hann segist gruna að borðstofusettið hafi þrátt fyrir allt að lokum endað í förgunargámi Heilbrigði skynsemi að slaka á stefnunni Þórður segir að sér finnist ekki að Sorpa eigi að banna fólki að taka hluti úr gámum með innihaldi sem á að farga, svo lengi sem það fari sjálfum sér ekki og öðrum að voða. „Ég vil ekki líta út eins og asni sem fattar ekki að auðvitað getur orðið rask af því ef Sorpa myndi fyllast af fólki sem væri að klifra í gámunum. Þetta eru gild sjónarmið en þetta snýst í raun ekki um það,“ segir Þórður. Hann segir starfsmenn Sorpu vel geta áskilið sér rétt til þess að reka fólk af svæðinu verði það til vandræða, til að mynda ef of margir eru á svæðinu. Heilbrigð skynsemi segi að fólk ætti að líta í gegnum fingur sér vegna þessa. Þórður segist hafa barist fyrir því í mörg ár að Sorpa slaki á þessari stefnu sinni. Hann segir það skjóta skökku við að Sorpa stuðli að sóun með þessum hætti og segist hafa skrifað þeim þó nokkur bréf um efnið. Hentu iMac fyrir flatskjá Hann nefnir annað dæmi um það þegar hann fylgdist með starfsmönnum ferja Apple iMac borðtölvu úr gámi Góða hirðisins og í förgun. „Þeir tóku hana úr Góða hirðisgáminum og færðu hana yfir í förgunargám og ég var svona eitthvað að forvitnast um þetta. Þá kemur í ljós að Góði hirðirinn hafi gefið tilmæli um það að þeir væru komnir með of marga flatskjái.“ Þórður segir dæmið sýna að stefna Sorpu standist ekki skoðun. Umrædd tölva hafi alls ekki verið neinn flatskjár. „Þetta er gott dæmi um það þegar Sorpustarfsmenn eru í rauninni ekki dómbærir á það hvað sé verðmætt og hvað ekki,“ segir Þórður. „Á sama tíma og ég sá þennan gaur ferja þessa tölvu yfir í förgunargám, þá var þessi sama tölva til sölu á Bland á 50 þúsund krónur. Þannig að þetta voru töluverð verðmæti. Þetta var augljóslega þannig að manneskja hafði keypt sér nýja tölvu og vildi þá endilega gefa gömlu tölvuna. Þá grípur einhver Sorpustarfsmaður inn í og fer með hana í ruslið, sem er náttúrulega ansi leiðinlegt.“
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira