Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:36 Helga Barðadóttir er formaður íslensku sendinefndarinnar. Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu. Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira