Viðskipti innlent

Ikea hættir við­skiptum við Rapyd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rapyd er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi en IKEA hefur flutt viðskipti sín annað. 
Rapyd er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi en IKEA hefur flutt viðskipti sín annað.  Vísir/Vilhelm

Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay.

Fréttamiðillinn Mannlíf greindi fyrst frá en heimildir fréttastofunnar herma að IKEA hafi nú fært viðskipti sín til Teya til greiðslumiðlunar.

Ástæða viðskiptaslitanna liggur þó ekki fyrir og Guðný Camilla Aradóttir verslunarstjóri IKEA vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttamaður náði tali af henni.

Þá liggur heldur ekki fyrir hvort verslunin hafi slitið viðskiptum við Rapyd í öðrum löndum. 

Athygli vakti í síðasta mánuði þegar Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd, lét þau orð falla í samtali við Tind Hafsteinsson á samfélagsmiðlinum LinkedIn að hann vildi drepa „hvern einasta Hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim“.

Uppfært klukkan 21:38:

Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA segir í yfirlýsingu til fréttastofu að nokkrir mánuðir eru síðan IKEA samdi við aðra greiðslumiðlun á grundvelli hagstæðari kjara. Hann segir engin stjórnmálatengd sjónarmið liggja að baki ákvörðunarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×