Enski boltinn

Mesti áhorfendafjöldi á Anfield í fimm­tíu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool mæta Manchester United um helgina og það má búast við troðfullum Anfield sem er nú orðinn stærri en áður.
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool mæta Manchester United um helgina og það má búast við troðfullum Anfield sem er nú orðinn stærri en áður. Getty/Chris Brunskill

Liverpool hefur fengið leyfi til að opna efri hluta nýju Anfield-stúkunnar sem hefur verið í byggingu undanfarna mánuði.

Framkvæmdir við stúkuna drógust þegar verktaki fór á hausinn en nú er allt loksins orðið klárt. Samkvæmt áætlun þá átti að klára stúkuna fyrir tímabilið.

Fyrsti leikurinn með nýju stúkuna fulla af fólki verður á móti erkifjendunum í Manchester United á sunnudaginn.

The Athletic segir að Liverpool hafi tryggt sér öll leyfi og því getur félagið selt 57 þúsund miða á leikinn um helgina.

Það má því búast við mesta áhorfendafjöldi á Anfield í fimmtíu ár um helgina eða síðan liðið gerði markalaust jafntefli við Leicester árið 1973.

Áhorfendametið á vellinum er 61.905 frá leik Liverpool og Wolves í ensku bikarkeppninni árið 1952 en þá voru stæði leyfð út um allan völl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×