Hækka hugsanlegt tilboð um 22 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 07:45 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Marel hefur borist uppfærð óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation, JBT, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. JBT lýsir yfir vilja til að greiða mögulega átta prósent meira fyrir hvern hlut í félaginu. Það gerir um 22 milljörðum króna meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Í tilkynningu Marel til Kauphallar í gær er vísað til fyrri tilkynningar til markaðar þann 24. nóvember síðastliðinn varðandi fyrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT. Þá var fyrirhugað verð á hlut í yfirlýsingunni 3,15 evrur eða 482 krónur. Miðað við það væri Marel metið á 363 milljarða króna. Í nýrri yfirlýsingu kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Feðgarnir selja ekki öðrum en JBT Í uppfærðu viljayfirlýsingunni er vísað til óafturkallanlegrar yfirlýsingar Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um stuðning Eyris Invest hf. við fyrri viljayfirlýsingu sem og betra tilboð frá JBT ef svo bæri undir. Jafnframt er í viljayfirlýsingunni vísað til samkomulags Eyris Invest hf. og JBT um að Eyrir gangi ekki til viðræðna við aðra en JBT um sölu hlutafjár Eyris í Marel. Eyrir Invest er í tæplega þriðjungseigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, sem lengi vel fóru með tögl og hagldir í Marel. Töluvert hefur dregið úr áhrifum þeirra innan félagsins eftir að Þórður lét af störfum sem stjórnarformaður Eyris og Árni Oddur lét af störfum sem forstjóri Marel. Bjóða átta prósent meira og sveigjanleika í samsetningu endurgjalds Í nýrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,40 evrur á hlut, 511 krónur á hlut miðað við skiptigengi 150,3, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Þá er tillaga JBT að verðmati byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Það gerir um 385,3 milljarða króna, ríflega 22 milljörðum meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Þá segir að í viljayfirlýsingunni sé gert ráð fyrir sveigjanleika í samsetningu endurgjalds eða að allt að 50 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og allt að 100 prósent verði í formi hlutabréfa í sameinuðu félagi JBT og Marel. Í fyrri yfirlýsingu var gert ráð fyrir að 25 prósent yrði greitt í reiðufé og rest í hlutabréfum í sameinuðu félagi. Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga um það bil 38 prósent af hlutum í sameinuðu félagi eftir möguleg viðskipti ef byggt er á 25 prósent hlutfalli reiðufjár og 75 prósent í hlutabréfum. Ef byggt er á 100 prósent greiðslu í hlutabréfum myndu hluthafar Marel eiga um 45 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi. Marel Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30 Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu Marel til Kauphallar í gær er vísað til fyrri tilkynningar til markaðar þann 24. nóvember síðastliðinn varðandi fyrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT. Þá var fyrirhugað verð á hlut í yfirlýsingunni 3,15 evrur eða 482 krónur. Miðað við það væri Marel metið á 363 milljarða króna. Í nýrri yfirlýsingu kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Feðgarnir selja ekki öðrum en JBT Í uppfærðu viljayfirlýsingunni er vísað til óafturkallanlegrar yfirlýsingar Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um stuðning Eyris Invest hf. við fyrri viljayfirlýsingu sem og betra tilboð frá JBT ef svo bæri undir. Jafnframt er í viljayfirlýsingunni vísað til samkomulags Eyris Invest hf. og JBT um að Eyrir gangi ekki til viðræðna við aðra en JBT um sölu hlutafjár Eyris í Marel. Eyrir Invest er í tæplega þriðjungseigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, sem lengi vel fóru með tögl og hagldir í Marel. Töluvert hefur dregið úr áhrifum þeirra innan félagsins eftir að Þórður lét af störfum sem stjórnarformaður Eyris og Árni Oddur lét af störfum sem forstjóri Marel. Bjóða átta prósent meira og sveigjanleika í samsetningu endurgjalds Í nýrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,40 evrur á hlut, 511 krónur á hlut miðað við skiptigengi 150,3, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Þá er tillaga JBT að verðmati byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Það gerir um 385,3 milljarða króna, ríflega 22 milljörðum meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Þá segir að í viljayfirlýsingunni sé gert ráð fyrir sveigjanleika í samsetningu endurgjalds eða að allt að 50 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og allt að 100 prósent verði í formi hlutabréfa í sameinuðu félagi JBT og Marel. Í fyrri yfirlýsingu var gert ráð fyrir að 25 prósent yrði greitt í reiðufé og rest í hlutabréfum í sameinuðu félagi. Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga um það bil 38 prósent af hlutum í sameinuðu félagi eftir möguleg viðskipti ef byggt er á 25 prósent hlutfalli reiðufjár og 75 prósent í hlutabréfum. Ef byggt er á 100 prósent greiðslu í hlutabréfum myndu hluthafar Marel eiga um 45 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi.
Marel Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30 Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30
Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26
Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34
Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38