Hei! Jó! Þingheimur! Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 14. desember 2023 09:01 Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun