Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2023 08:00 Orri í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester United á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Sjá meira
Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti