Hópur bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mótmæla vindmyllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2023 21:03 Gunnar Örn að ræða við starfsmenn wpd á Íslandi, sem voru með kynningu á verkefninu fyrir íbúa í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel. Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent