Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 23:01 Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Alex Grimm/Getty Images Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira