Finnur Freyr: Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2023 22:01 Finnur fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi Vísir / Anton Brink Valur náði að enda fyrri hluta Subway deildar karla á besta veg með því að vinna Njarðvíkinga í leik sem varð spennandi í lokin en bæði lið áttu kannski ekki sinn besta dag. Valur gerði nóg og vann 91-87 sigur sem kemur þeim á topp deildarinnar í að minnsta kosti sólarhring. Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum