Innlent

Víða krefjandi að­stæður á vegum

Atli Ísleifsson skrifar
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað.
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að það verði krefjandi aðstæður á vegum austur fyrir fjall í dag og eins norður í land og vestur á firði.

Gert er ráð fyrir hríðarveðri og að blint verði frá því fyrir hádegi og fram á kvöld, meðal annars á Hellisheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á vegum landsins.

„Reiknað er með hríðarveðri og stormi á fjallvegum yfir miðjan daginn, einkum verður blint og erfið skilyrði frá um 11 til 15, á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Öxnadalsheiði síðdegis og í kvöld. Einnig dimm hríð eða bleytuhríð yfir Hellisheiði nærri hádegi,“ segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands á suður-, vestur- og norðvesturhluta landsins.

Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað.

Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar


Tengdar fréttir

Hvass­viðri víða á landinu í dag og gular við­varanir

Gera má ráð fyrir hvassviðri víða um land í dag og eru gular viðvaranir í gildi. Eftir útsynning gærdagsins þá nálgast hlýtt loft landið úr suðri og framan af degi þá verður allhvöss sunnanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×